9. June 2017

Innritun í sumarskólann lokið, nema í fornám í stærðfræði

Í dag lokum við fyrir alla innritun í almenna áfanga í sumarskólanum. Eini áfanginn sem enn verður hægt að innrita sig í er STÆR1FO05 (0-áfangi í stærðfræði), en kennsla í þeim áfanga hefst mánudaginn 12. júní. Ef einhverjir vilja endilega komast í áfanga í sumar og treysta sér til að taka þá þó sumarskólinn sé …

7. June 2017

Próftafla sumarið 2017

Próftaflan fyrir júní 2017 er komin. Hægt er að nálgast hana hér.

18. May 2017

Bókalistinn er kominn

Bókalisti Sumarskólans sumarið 2017 er kominn. Smelltu hér til að sjá hann.

6. April 2017

Innritun hafin

Nú er innritun hafin í Sumarskólann í FB á fb.is. Einnig er hægt að komast á innritunarsíðuna hér.

4. April 2017

Tæknivandamál

Enn verður töf á að við getum hafið innritun fyrir sumarið. Það er verið að vinna í að koma innritunarvefnum í loftið. Vonandi gengur það á morgun.

3. April 2017

Töf á að innritun hefjist

Vegna tæknilegra örðugleika hefur ekki verið hægt að hefja innritun í Sumarskólann í FB. Við vonumst til að innritun hefjist á morgun 4. apríl.

24. February 2017

Kennsludagar Sumarskólans í FB 2017

Kennsla í sumarskólanum hefst 29. maí. Prófin verða svo 27. og 28. júní og aukaprófsdagur 29. júní. Prófsýning er 30. júní. Innritun hefst í byrjun apríl.

28. June 2016

Sjúkraprófin á miðvikudag!

Vegna breytingar á tímasetningum prófa á mánudaginn vegna landsleiksins er nauðsynlegt að árétta: Sjúkrapróf vegna mánudagsprófanna verða kl. 17:30 (ekki kl. 17:00) og kl. 20:00 (ekki kl. 21:15)!

Innan lokuð

Lokað hefur verið fyrir Innu, en hún verður opnuð aftur strax og allar einkunnir hafa borist á fimmtudaginn. Við búumst við að hún verði opnuð upp úr kl. 14 og þá geta nemendur séð einkunnirnar sínar. Prófsýning verður svo á milli 18:00 og 19:00 á fimmtudaginn. Nemendur geta þá líka fengið útprentuð einkunnablöð óski þeir …

23. June 2016

Prófin að hefjast

Senn líður að prófum. Fyrsta prófdaginn vill svo til að við verðum að spila stórmerkilegan fótboltaleik sem myndi ná inn í báða próftímana hjá okkur. Ákveðið hefur verið að færa fyrri prófin til kl. 17:00 í stað 17:30 og seinna prófið til 21:15 í stað 20:00. Í mötuneyti nemenda verður nemendum sumarskólans boðið að horfa …