Dreifnám

Sumarskólinn í FB býður upp á nokkra áfanga í svokölluðu dreifnámi.

Dreifnámið er þannig uppbyggt að nýttir eru allir helstu kostir fjarnáms auk þess sem nemendur hafa aðgang að kennara sínum á ákveðnum tímum. Oftast er kennsla í þeim tímum, en einnig geta nemendur spurt kennara út í efnið. Við notum vefinn http://fb.dreifnam.is/ til að gera námið aðgengilegt. Aðgang að þessum vef fá nemendur þegar kennsla hefst. Inn á þennan vef setur kennarinn allar upplýsingar fyrir nemendur og þangað sækja nemendur verkefni og skila einnig.

Þá er í kerfinu að finna rafrænan vettvang fyrir umræður og innlegg þar sem nemendur geta skipst á skoðunum undir leiðsögn kennara.

Boðið er upp á 25 áfanga í dreifnámi í Sumarskólanum í FB. Þeir áfangar sem boðnir eru