Innritunarleiðbeiningar

Mikilvægt er að nemendur lesi neðangreindan texta vel áður en þeir skrá sig í Sumarskólann í FB.

Í flipanum Áfangar í boði 2017 á heimasíðu (undir Námsframboð) er hægt að sjá alla áfanga í boði í Sumarskólanum í FB ásamt tímasetningum þeirra. Neðst á þeirri síðu er stundatafla þar sem nemendur sjá hvenær áfanginn er kenndur. Í flipanum Stundatafla (undir Nám og kennsla) eru útskýringar hvernig stundataflan er uppbyggð.

Nokkrir áfangar eru kenndir á mismunandi tímum. Ef nemandinn velur t.d. ÍSLE3VV05/1 skráir hann sig í hóp 1 sem er kenndur kl. 17:30, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Tengill að innritunarsíðunni er á fb.is og hér. Fyrst velur þú FB, svo hakar þú við þá áfanga sem þú vilt skrá þig í. Þeir birtast svo í töflu til hliðar á síðunni. Því næst ýtir þú á næsta skref, neðst. Þá þarft þú að gefa upp kennitölu. Næst þarft þú að gefa upplýsingar um netfang og farsíma. Þú færð svo sendan kóða í tölvupósti, sem þúr þarft að setja inn svo þú komist áfram. Næst birtist svo það sem þú hefur valið og neðst birtist svo upphæðin sem viðkomandi þarf að greiða fyrir áfangann/áfangana.

Hægt er að greiða á þrennan hátt, í fyrsta lagi í eingreiðslu með greiðslukorti, í öðru lagi með því að skipta greiðslu með kreditkorti og í þriðja lagi með millifærslu í banka. Greiða verður fyrir námið áður en kennsla hefst.

Því næst er að skrá umsókn.

Nemandi er ekki skráður í áfanga fyrr en greiðsla fyrir námið hefur borist.