Kennsluáætlanir

Þegar skóli hefst fá nemendur kennsluáætlanir í hendurnar. Komist nemendur ekki kennslutíma geta þeir sent kennara áfangans beiðni um að fá senda kennsluáætlun.

Einnig er hægt að senda á stjórnendum skólans póst á sumar@fb.is og fá kennsluáætlanir sendar um hæl. Kennsluáætlanir í dreifnámsáföngum fá nemendur á www.dreifnam.is.

Ef nemendur vilja fá kennsluáætlanir skömmu áður en skóli hefst eru þeir vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á sumar@fb.is og tilgreina þær kennsluáætlanir sem þeir vilja fá.