Próf og einkunnir

Prófdagar eru 27., 28. og 29. júní.

Þriðudaginn 27. júní og miðvikudaginn 28. júní verða flest próf, en fimmtudagurinn 29. júní er aðallega hugsaður sem prófdagur fyrir þá sem taka mörg próf eða eru veikir fyrri tvo prófdagana. Nemendur þurfa að láta kennara sína vita með mjög skýrum hætti ef þeir eiga ekki kost á að taka próf á réttum tíma.

Einkunnir verða afhentar og próf sýnd föstudaginn 30. júní frá kl. 18:00 til 19:00. Þá mæta kennarar með próf nemenda og þá er hægt að spyrja út í prófin sjálf og einkunnagjöf fyrir áfangann. Ekki er hægt með góðu móti að sýna prófin síðar (t.d. næsta haust).

Einkunnir eru gefnar í heilum tölum. Nái nemandi 5 eða hærra í ákveðnum áfanga hefur hann staðist áfangann. Einkunnin 4 og lægra þýðir að nemandinn hefur ekki staðist þær kröfur sem gerðar eru í áfanganum og telst því fallinn.

Gert er ráð fyrir að nemendur sjái sjálfir um að koma einkunnum sínum í þá skóla sem þeir stunda nám við. Eins bendum við á að áfangastjórar í flestum framhaldsskólum geta náð í einkunnir sinna nemenda með rafrænum hætti í gegnum INNU.