Stundatafla

Stundatafla Sumarskólans í FB er að finna hér neðst á síðunni. Hægt er að sjá hvenær áfangar eru kenndir með því að skoða bókstafina sem standa fyrir aftan hvern áfanga. Hver og einn býr til sína eigin stundaskrá.

Hver bókstafur er með sína tímasetningu. Bókstafurinn G er þriðjudagur frá kl. 20:00 til 21:00 og bókstafurinn U er föstudagur frá kl. 21:10 til 22:10. Í öllum áföngum eru þó alltaf kenndir a.m.k. tveir bókstafir í einu með 10 mínútna frímínútum á milli. Það þýðir að fyrst er kennt í klukkutíma, síðan koma 10 mínútna frímínútur og svo er aftur kennt í klukkutíma.

Dæmi: ENS 303 (ENSK2RF05) er kenndur AB IJ RS. Þetta þýðir að áfanginn er kenndur mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 17:30 til 19:40.
AB – reitur er á mánudögum kl. 17:30
IJ – reitur er á miðvikudögum kl. 17:30
RS – reitur er á föstudögum kl. 17:30

Dæmi: SPÆ 303 (SPÆN1CC05) er kenndur CD KL TU. Þetta þýðir að áfanginn er kenndur mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 20:00 til 22:10.
CD – reitur er á mánudögum kl. 20:00
KL – reitur er á miðvikudögum kl. 20:00
TU – reitur er á föstudögum kl. 20:00

Dæmi: SAL 103 (SÁLF2IS05) (dn) er kenndur GH OP. Þetta þýðir að áfanginn er kenndur þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 20:00 til 22:10.
GH – reitur er á þriðjudögum kl. 20:00
OP – reitur er á fimmtudögum kl. 20:00

Nýr kennslutími
Nokkrir áfangar eru í boði kl. 15:10. Þetta eru mjög vinsælir áfangar og þótti ástæða til að bjóða þá á öðrum tímum en á kvöldin. Þetta er tilraunaverkefni árið 2013. Þessir áfangar eru annað hvort á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum (ÍSL 303, ÍSL 403 og ÍSL 503) eða þriðjudögum og fimmtudögum (STÆ 122 og STÆ 202). Þá hefst kennslutíminn kl. 15:10 og hann er svo búinn kl. 17:20 (með 10 mínútna frímínútum á milli).

MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS
17:30 – 18:30 A E I M R
18:40 – 19:40 B F J N S
20:00 – 21:00 C G K O T
21:10 – 22:10 D H L P U