0 áfangi

Námskeið fyrir nemendur sem hafa lokið 10. bekk verður í boði í sumar. Kennsla hefst mánudaginn 12. júní.

Sumarskólinn í FB býður upp á nám fyrir nemendur sem ekki gengur sem skyldi í prófum í stærðfræði í 10. bekk í grunnskóla og eins fyrir þá nemendur sem vilja styrkja grunn sinn í stærðfræðinni. Áfanginn heitir STÆR1FO05. Nokkuð hefur verið um að nemendur í 9. bekk sæki þennan áfanga og eru þeir einnig velkomnir.

Ekki eru lengur tekin samræmd próf í 10. bekk, heldur fá nemendur einkunn frá sínum skóla. Næsta haust hefja svo flestir nemendur nám í framhaldsskóla og þar er mikilvægt að nemendur séu vel undirbúnir fyrir það nám. Með því að koma í Sumarskólann í FB geta nemendur bætt undirbúning sinn verulega. Nemendur sem fá ágætar einkunnir úr 10. bekk geta einnig stundað nám við skólann; þeir geta annað hvort hækkað einkunn sína úr 10. bekk eða tekið fyrstu áfanga framhaldsskólans.

Standi nemandi sig vel í Sumarskólanum í FB og einkunn hans er hærri en hann fékk í lokaeinkunn í 10. bekk, þá gildir sumarskólaeinkunnin. Fái nemandi hins vegar lægri einkunn er hann ekki skyldaður til að skila henni inn í framhaldsskóla.

Við bendum nemendum (og forráðamönnum) á að tilkynna þeim framhaldsskóla sem þeir sækja um að viðkomandi stundi nám í Sumarskólanum í FB.

Með því að taka þennan áfanga styrkja nemendur grunn sinn í stærðfræði og geta jafnvel sloppið við að taka fornámsáfanga þegar þeir hefja nám í framhaldsskóla.

Nemendur og forráðamenn þeirra eru hvattir til að kynna sér inntökuskilyrði í þeim skólum sem nemandinn hefur hug á að komast í.

Kennsla í STÆR1FO05 (0-áfanga) hefst mánudaginn 12. júní og lýkur mánudaginn 26. júní.

Kennt er í samtals í 12 skipti (sjá nánari dagsetningar hér fyrir neðan).

Verð fyrir áfangann er 29.000kr. Til viðbótar þurfa nemendur að kaupa kennslubækur, en þær kosta alla jafna innan við 3.000 krónur.

Kennslutími skiptist þannig að kennt er í klukkustund, síðan eru 10 mínútna frímínútur og svo er aftur kennt í klukkustund.

Prófdagar verða 27. eða 28. júní.

Einkunnir verða afhentar og prófin sýnd föstudaginn 30. júní.

Nemandi sækir einkunn sína og sendir í þann framhaldsskóla sem hann sótti um.
STÆR1FO05 – kl. 20:00 – 22:10
Kennsludagar STÆR1FO05
Mánudagur 12. júní
Þriðjudagur 13. júní
Miðvikudagur 14. júní
Fimmtudagur 15. júní
Föstudagur 16. júní
Mánudagur 19. júní
Þriðjudagur 20. júní
Miðvikudagur 21. júní
Fimmtudagur 22. júní
Föstudagur 23. júní
Laugardagur 24. júní
Mánudagur 26. júní

Frekari upplýsingar um sumarskólann í FB í síma 570 5645, 570 5610 eða 661 8012. Eins er hægt að senda tölvupóst á sumar@fb.is. Nemendur fá afhenta kennsluáætlun í fyrsta kennslutíma, en þeir sem þess óska (nemendur og foreldrar) geta sent beiðni á ofangreint netfang og fengið kennsluáætlanir sendar um hæl.