Mætingareglur

Engar sérstakar mætingareglur eru við lýði við Sumarskólann í FB. Frjáls mæting er í skólann, en nemendur eru samt sem áður hvattir til þess að mæta vel. Reynsla síðustu ára sýnir að nemendur sem mæta vel í skólann eru líklegri til að ná góðum árangri.

Í talsvert mörgum áföngum eru ákveðnar kröfur um að nemendur mæti. Þetta á t.d. við munnleg próf, verklegar tilraunir í raungreinaáföngum, tímaritgerðir, vettvangsferð o.s.frv. Upplýsingar um þetta ætti að koma fram á kennsluáætlun og er það lagt í hendur nemenda að fylgjast með þessu.

Komist nemandi ekki í kennslutíma sem nauðsynlegt er að mæta í (t.d. próf, ritgerð eða verklega tilraun), þá er hann hvattur til þess að láta kennara sinn vita sem fyrst, t.d. með tölvupósti.