Reglur um endurgreiðslu

Ef nemandi hættir við námið eftir að hafa greitt skólagjöld, en skólinn er ekki byrjaður, þá fær hann endurgreitt að fullu.

Ef nemandi skráir sig í áfanga sem fellur svo niður af einhverjum ástæðum, fær nemandi skólagjöldin endurgreidd að fullu.

Eftir að kennsla hefst er ekki hægt að fá skólagjöldin endurgreidd.