Bóksala

Bóksala Sumarskólans í FB verður opin sem hér segir.
Fyrstu vikuna verður opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 17:00 – 20:00.
Í annari viku verður opið frá 17:00 – 19:00 frá mánudegi til föstudags.
Eftir það verður bóksalan lokuð, en nemendum bent á að snúa sér til skrifstofu sumarskólans.

Í bóksölunni er fyrst og fremst að finna námsefni sem kennarar Sumarskólans í FB útbúa sjálfir.

Almennar kennslubækur geta nemendur keypt í flestum stærri bókaverslunum landsins og ágætt að notfæra sér skiptibókamarkaði bókaverslana. Flestar bækur má fá í verslunum Pennans-Eymundsson eða A4.

Við bendum nemendum á að kaupa námsbækur sínar í tíma þar sem alltaf er sá möguleiki á að þær verði uppseldar á ákveðnum stöðum.