Námsráðgjöf

Engir náms- og starfsráðgjafar eru starfandi á vegum Sumarskólans í FB. Þó er hægt að hafa samband við námsráðgjafa Fjölbrautaskólans í Breiðholti áður en skóli hefst, en þeir hafa verið nemendum innan handar undanfarin sumur.

Þá eru nemendur úr öðrum skólum hvattir til þess að hafa samband við námsráðgjafa í sínum skólum til að fá ráðgjöf um nám sitt og aðra skylda hluti.

Hægt er að panta viðtalstíma hjá námsráðgjöfum Fjölbrautaskólans í Breiðholti með því að senda tölvupóst á þá og þeir hafa síðan samband við viðkomandi.

Netföng námsráðgjafa eru evg@fb.is (Elísabet), ohth@fb.is (Ólöf Helga) og sep@fb.is (Sesselja).

Náms- og starfsráðgjafar
– eru trúnaðarmenn nemenda og standa vörð um velferð þeirra.
– veita upplýsingar um nám og störf.
– veita ráðgjöf varðandi náms- og starfsval.
– veita ráðgjöf vegna námserfiðleika.
– fræða nemendur um árangursrík vinnubrögð í námi.
– hjálpa nemendum að skipuleggja nám sitt.
– veita nemendum stuðning og aðhald í námi skv. óskum.
– hjálpa nemendum að finna lausnir á persónulegum málum sem hindra þá í námi.