Almennar upplýsingar

– Kennt verður frá 29. maí til og með 26. júní.

– Seinustu kennslustundir í flestum áföngum eru laugardaginn 24. júní.

– Prófdagar verða 27., 28. og 29. júní.

– Einkunnir eru afhentar og prófin sýnd 30. júní frá kl. 17:30 til 19:00.

– Kennt er frá kl. 17:30 til 19:40 og 20:00 til 22:10. Þá eru nokkrir áfangar kenndir kl. 15:10.

– Um 60 áfangar í boði.

– Boðið upp á dreifnám í fjölmörgum áföngum.

– Nemendur mega taka eins marga áfanga og þeir kjósa.

– Engin mætingaskylda er í Sumarskólanum í FB, en nemendur verða að skila því sem krafist er í hverjum áfanga. T.d. eru verklegir tímar í raungreinaáföngum sem nemendur verða að sækja.

– Verð fyrir 5 feininga áfanga er 29.000 krónur.

– Ekkert innritunargjald.

– Boðið upp á léttgreiðslur.

– Nám við Sumarskólann í FB er matshæft í öðrum framhaldsskólum.

– Úrvals réttindakennarar með mikla reynslu.

– Undirbúningsáfangi í stærðfræði fyrir nemendur í 10. bekk.

– Netinnritun hefst 1. apríl. Almenn innritun fer fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við Austurberg frá 23. maí á milli kl. 17:00 og 19:00 virka daga.
Einnig er innritað laugardaginn 27. maí frá kl. 10:00 til 12:00.

– Frekari upplýsingar á www.fb.is og í símum 570 5610, 570 5645 og 661 8012.