Starfsáætlun

Sumarskólinn í FB hefst mánudaginn 29. maí með kennslu þeirra áfanga sem kenndir eru á mánudögum. Síðasti kennsludagur er svo mánudagurinn 26. júní.

Nemendur í dreifnámi eiga að vera búnir að heyra frá kennurum sínum í síðasta lagi laugardaginn 3. júní. Ef ekki, eru þeir beðnir um að senda kennaranum tölvupóst.

Prófdagar verða 27., 28. og 29. júní.
Einkunnir verða afhentar og prófin sýnd föstudaginn 30. júní frá kl. 17:30 til 19:00.

Kennt er frá kl. 17:30 til 19:40 og 20:00 til 22:10 alla virka daga. Þá eru nokkrir áfangar kenndir frá kl. 15:10- 17:20.